Bandaríkjaþing fordæmir ákvörðun Trump

Fordæmingartillagan var samþykkt með 354 atkvæðum gegn 60.
Fordæmingartillagan var samþykkt með 354 atkvæðum gegn 60. AFP

Þingmenn beggja flokka fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag að fordæma Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher frá norðausturhluta Sýrlands og greiða þannig fyrir árás Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, Kúrda.

Tillaga þessa efnis var samþykkt með miklum meirihluta á þinginu í dag, eða með 354 atkvæðum gegn 60.

Frá blaðamannafundi þingmanna eftir fundinn með Trump í dag.
Frá blaðamannafundi þingmanna eftir fundinn með Trump í dag. AFP

Þá funduðu fulltrúar bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins með forsetanum í dag til þess að ræða við hann um ákvörðunina og afleiðingar hennar. Formaður utanríkismálanefndar fulltrúaþingsins, sem lagði fram tillöguna, segir ljóst að þingið vilji ekkert hafa með hörmulega utanríkismálastefnu forsetans að gera.

Frétt New York Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert