Einn stærsti og merkasti fornleifafundur á síðustu árum

Kisturnar eru taldar rúmlega tvö þúsund ára gamlar.
Kisturnar eru taldar rúmlega tvö þúsund ára gamlar. Ljósmynd/Egypt antiquities ministry

Fornleifafræðingar fundu yfir 20 líkkistur sem taldar eru frá 664-332 fyrir Krist nálægt egypsku borginni Luxor. Þær hafa varðveist vel eru úr tré og fagurlega skreyttar. Þær fundust í grafreitnum, Theban Necropolis, sem er á vesturbakka árinnar Níl. 

Kistunum var staflað á tvær hæðir. Talið er að hluti grafanna sé allt frá 1550-1292 fyrir Krist. „Þetta er einn stærsti og mikilvægasti“ fornleifafundur á síðustu árum, segir í tilkynningu frá ráðuneyti fornleifamála.  

Frekari upplýsingar verða veittar á blaðamannafundi á laugardaginn eftir frumrannsóknir fornleifafræðinga. 

Í síðustu viku greindu fornleifafræðingar frá því að þeir hafi komið niður á iðnaðarsvæði í vesturhluta Luxor þar sem ótal leirmunir fundust sem taldir eru vera yfir þrjú þúsund ára gamlir.  

BBC greinir frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert