Foreldrarnir neituðu óvæntu útspili Trump

Foreldrar drengsins, Tim Dunn og Charlotte Charles.
Foreldrar drengsins, Tim Dunn og Charlotte Charles. AFP

Foreldrar breska táningsins Harry Dunn, sem lést í bílslysi í lok ágúst, ræddu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Foreldrarnir, Tim Dunn og Charlotte Charles, vilja að konan sem grunuð er um að hafa banað syni þeirra snúi aftur til Bretlands og sæti rannsókn. Hún er eiginkona bandarísks sendierindreka. 

Dunn lést 27. ág­úst þegar mótor­hjól hans skall á jepp­lingi í Nort­hampt­ons­hire, skammt frá flug­stöð breska flug­hers­ins á Mið-Englandi. 

Foreldrarnir ræddu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær.
Foreldrarnir ræddu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. AFP

Trump kom Dunn og Charles á óvart þegar hann greindi þeim frá því að konan sem var stýrið stýrið á jepplingnum, Anne Sacoolas, væri í húsinu, tilbúin að ræða við þau. Hún yfirgaf Bretland eftir slysið og nýtur friðhelgi sendierindreka vestanhafs.

Dunn og Charles neituðu að ræða við hana í Hvíta húsinu.

„Það er alveg skýrt af okkar hálfu að við erum tilbúin að hitta hana og erum enn tilbúin að gera það. Sá fundur þarf að vera á okkar forsendum og í Bretlandi,“ sagði Charles við fréttamenn eftir 15 mínútna fund með Trump.

„Hún þarf að koma aftur og sæta rannsókn vegna málsins,“ bætti hún við.

Sacoolas var yfirheyrð strax eftir banaslysið en flúði síðan til Bandaríkjanna og hefur ekki snúið aftur til Bretlands þar sem henni var veitt friðhelgi sendierindreka.

Hún hefur ekki verið ákærð fyrir neitt glæpsamlegt en flótti hennar til Bandaríkjanna hefur vakið reiði í Bretlandi.

Harry Dunn lést í bílslysi í lok ágúst. Eiginkona bandarísks …
Harry Dunn lést í bílslysi í lok ágúst. Eiginkona bandarísks sendierindreka er grunuð um að hafa valdið slysinu en hún fór úr landi skömmu eftir slysið. Ljósmynd/Twitter

Trump gaf til kynna á fundinum í gær að Sacoolas sneri ekki aftur til Bretlands en hann sýndi foreldrunum samúð vegna fráfalls sonar þeirra.

„Hann vottaði okkur samúð sína og virtist einlægur,“ sagði Charles.

Charles sagðist hafa spurt Trump hvort hann hefði gert það sama og hún ef sonur hans hefði látist í slysi eins og þessu. „Hann hélt í höndina á mér og svaraði játandi,“ sagði Charles.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvetur bandarísk stjórnvöld til að endurskoða …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvetur bandarísk stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hefur hvatt bandarísk stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að veita Sacoolas friðhelgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka