Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn fari aftur fram af fullum þunga gegn Kúrdum á svæði Kúrdistan í norðurhluta Sýrlands við landamærin að Tyrklandi, hafi Kúrar ekki dregið herlið sitt til baka fyrir þriðjudaginn.
Í gær tilkynnti Erdogan að Tyrkir myndu láta af árásum á svæðinu með þessu skilyrði næstu 120 klukkustundirnar, eða fram á þriðjudagskvöld. „Gangi það eftir munum við halda okkar striki,“ sagði forsetinn í dag, en markmið Tyrkja er að ná yfirráðum á þessu umrædda svæði sem nær um 30 kílómetra inn í Sýrland frá landamærunum. „Ef ekki, þá munum við hefja aftur aðgerðir á mínútunnim um leið og þessir 120 klukkutímar eru liðnir.“
Tilgangurinn er annars vegar að halda sveitum Kúrda frá landamærunum að Tyrklandi og búa þannig til það sem hefur verið kallað „öryggissvæði“ og hins vegar að þangað verði sendur hluti þeirra 3,6 milljóna flóttamanna frá Sýrlandi sem hafast nú við í Tyrklandi.
Erdogan sagði að hersveitir Tyrkja myndu vera áfram á svæðinu þrát fyrir vopnahléið, því öryggi krefðist þess.