Erdogan gagnrýnir vesturveldin harðlega

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands.
Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands. AFP

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, gagnrýndi vesturveldin harðlega í dag fyrir að styðja ekki aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í norðurhluta Sýrlands. Erdogan sakaði vesturveldin um að „standa með hryðjuverkamönnum“.

„Getið þið ímyndað ykkur að öll vesturveldin stóðu með hryðjuverkamönnum og réðust öll á okkur, þar á meðal NATO-ríki og ríki Evrópusambandsins,“ sagði Erdogan í Istanbúl í dag. 

Her­sveit­ir Tyrkja hófu árás­ir á landa­mær­um Tyrk­lands og Sýr­lands 9. októ­ber eft­ir að Banda­ríkja­menn til­kynntu að þeir hörfuðu frá svæðinu. 

Til­kynnt var um vopna­hlé seint á fimmtu­dag og gáfu tyrk­nesk stjórn­völd Kúr­d­um frest til þriðju­dags til að yf­ir­gefa „ör­ugga svæðið“ sem tyrk­nesk­ar her­sveit­ir segj­ast vilja skapa meðfram suður­hluta landa­mær­anna fyr­ir þriðju­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert