Tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, tilkynnti forseta landsins, Reuven Rivlin, í dag að honum hefði ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn í kjölfar þingkosninganna í september að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar.

Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að helsti andstæðingur hans, Benny Gantz, fái tækifæri til þess að mynda nýja stjórn. Viðræður á milli Netanyahus og Gantz skiluðu ekki árangri en Netanyahu fer fyrir Likud-bandalaginu á meðan Gantz fer fyrir Bláhvíta bandalaginu sem er bandalag miðjuflokka.

Gantz fær líkt og Netanyahu 28 daga til þess að reyna að mynda stjórn.

Benny Gantz fer fyrir Bláhvíta bandalaginu.
Benny Gantz fer fyrir Bláhvíta bandalaginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert