Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag að Kevin McAllister, yfirmanni deildar fyrirtækisins sem sér um framleiðslu á farþegaflugvélum, hefði verið sagt upp störfum að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar.
Fram kemur í fréttinni að þetta sé hæst setti stjórnandinn hjá Boeing sem hefur þurft að taka pokann sinn frá því vandræði fyrirtækisins hófust vegna Boeing 737 MAX-farþegaþotna þess sem kyrrsettar hafa verið víða um heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rakin hafa verið til galla í vélunum.
Starfi McAllister tekur Stan Deal við sem verið hefur yfirmaður alþjóðlegs þjónustusviðs fyrirtækisins.