Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir rannsókn fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans við múgæðisaftöku (e. lynching).
Trump nýtir sér Twitter eins og oft áður til að koma skoðunum sínum á framfæri og í þar fordæmir hann rannsóknina og segir hana skorta sanngirni og að ekki sé farið að lögum og reglum við framkvæmd hennar.
So some day, if a Democrat becomes President and the Republicans win the House, even by a tiny margin, they can impeach the President, without due process or fairness or any legal rights. All Republicans must remember what they are witnessing here - a lynching. But we will WIN!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2019
Múgæðisaftaka í bandarískri meiningu vísar ekki síst til tíma í bandarískri sögu þess þegar þegar múgur manna, oft æstur hópur hvítra manna, réðst á svartan mann eða menn og tók af lífi án dóms og laga.
Trump hefur hingað til lýst rannsókninni sem nornaveiðum, líkt og hann lýsti rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttunni 2016.
Orðfæri forsetans hefur vakið hörð viðbrögð, ekki síst hjá þeldökkum stjórnmálamönnum. Jim Clyburn, þingmaður demókrata í fulltrúardeildinni, segir í samtali við CNN að enginn forseti ætti að temja sér að nota þetta orð. „Ég kem úr suðrinu. Ég þekki sögu þessa orðs,“ sagði Clyburn.
Bobby Rush, þingmaður Illinois-ríkis svaraði færslu Trumps með afgerandi hætti þegar hann spurði: „Hvað í fjandanum er að þér?“ skrifaði Rush og krefst hann þess að Trump eyði færslunni.
You think this impeachment is a LYNCHING? What the hell is wrong with you?
— Bobby L. Rush (@RepBobbyRush) October 22, 2019
Do you know how many people who look like me have been lynched, since the inception of this country, by people who look like you. Delete this tweet. https://t.co/oTMhWo4awR