Líkir rannsókninni við múgæðisaftöku

Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir rann­sókn full­trú­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings á meint­um embætt­is­brot­um …
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir rann­sókn full­trú­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings á meint­um embætt­is­brot­um hans við múgæðisaftöku (e. lynching). AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir rann­sókn full­trú­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings á meint­um embætt­is­brot­um hans við múgæðisaftöku (e. lynching). 

Trump nýtir sér Twitter eins og oft áður til að koma skoðunum sínum á framfæri og í þar fordæmir hann rannsóknina og segir hana skorta sanngirni og að ekki sé farið að lögum og reglum við framkvæmd hennar. 

Múgæðisaftaka í bandarískri meiningu vísar ekki síst til tíma í bandarískri sögu þess þegar þegar múgur manna, oft æstur hópur hvítra manna, réðst á svartan mann eða menn og tók af lífi án dóms og laga.

Trump hefur hingað til lýst rannsókninni sem nornaveiðum, líkt og hann lýsti rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttunni 2016. 

Orðfæri forsetans hefur vakið hörð viðbrögð, ekki síst hjá þeldökkum stjórnmálamönnum. Jim Clyburn, þingmaður demókrata í fulltrúardeildinni, segir í samtali við CNN að enginn forseti ætti að temja sér að nota þetta orð. „Ég kem úr suðrinu. Ég þekki sögu þessa orðs,“ sagði Clyburn. 

Bobby Rush, þingmaður Illinois-ríkis svaraði færslu Trumps með afgerandi hætti þegar hann spurði: „Hvað í fjandanum er að þér?“ skrifaði Rush og krefst hann þess að Trump eyði færslunni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka