Varanlegt vopnahlé í Sýrlandi og viðskiptaþvingunum aflétt

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ánægður með árangurinn sem Bandaríkin hafa …
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ánægður með árangurinn sem Bandaríkin hafa náð í Sýrlandi að hans sögn. AFP

Bandaríkjaforseti Donald Trump lýsti því yfir í dag að Bandaríkjastjórn myndi aflétta viðskiptaþvingunum á Tyrkland í kjölfar þess að varanlegu vopnahléi hefur verið komið á milli Tyrkja og Kúrda í Sýrlandi.

Trump sagði að stjórnvöld í Tyrklandi hefðu lofað honum fyrr í dag að hersveitir Tyrklands myndu láta af innrás sinni og árásum í Sýrlandi. Hann hafi því fyrirskipað að öllum viðskiptaþvingunum, sem voru lagðar á Tyrkland 14. október, yrði aflétt. Hann sagði þó að skilgreining á varanlegu vopnahléi væri spurningarmerki í „þessum heimshluta.“

„Viðskiptaþvingunum verður aflétt nema að eitthvað gerist sem við erum ekki ánægð með,“ sagði Trump í ávarpi sínu í Hvíta húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert