Bandaríkjaforseti Donald Trump lýsti því yfir í dag að Bandaríkjastjórn myndi aflétta viðskiptaþvingunum á Tyrkland í kjölfar þess að varanlegu vopnahléi hefur verið komið á milli Tyrkja og Kúrda í Sýrlandi.
Trump sagði að stjórnvöld í Tyrklandi hefðu lofað honum fyrr í dag að hersveitir Tyrklands myndu láta af innrás sinni og árásum í Sýrlandi. Hann hafi því fyrirskipað að öllum viðskiptaþvingunum, sem voru lagðar á Tyrkland 14. október, yrði aflétt. Hann sagði þó að skilgreining á varanlegu vopnahléi væri spurningarmerki í „þessum heimshluta.“
„Viðskiptaþvingunum verður aflétt nema að eitthvað gerist sem við erum ekki ánægð með,“ sagði Trump í ávarpi sínu í Hvíta húsinu.
BREAKING: President @realDonaldTrump announces a permanent cease-fire on Syria-Turkey border and the lifting of sanctions on Turkey
— Team Trump (@TeamTrump) October 23, 2019
"This was an outcome created by us, the United States and nobody else." pic.twitter.com/k1Zn1I8Eq3