Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið glæparannsókn á tildrögum rannsóknar þarlendra ráðamanna af afskiptum Rússa í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016.
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, skipaði í maí sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn á meintum tengslum kosningaherferðar Trump og rússneskra stjórnvalda. Einnig vildi Barr kanna hvort söfnun upplýsinga í tengslum við rannsóknina hafi verið lögum samkvæmt.
Með því að kalla þetta núna glæparannsókn getur saksóknarinn John Durham lagt fram ákæru, yfirheyrt vitni og krafist gagna. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er ekki ljóst hvaða glæpur er til rannsóknar.
Robert Mueller fór fyrir rannsókn á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016 og bar vitni fyrir þingnefndum vegna efnis hennar í sumar.
Mueller komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að álykta að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri saklaus af ásökunum um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Rússar hafi gert sitt til að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, þó ekki hafi verið hægt að sanna að þeir hafi unnið með Trump.
Fjölmargir hafa í kjölfarið fram á að forsetinn verði kærður fyrir embættisbrot.
Trump hefur gagnrýnt Mueller síðan rannsókn hans hófst og kallaði skýrsluna meðal annars „nornaveiðar“.