Bílstjóri flutningabílsins ákærður

Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp.
Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. Skjáskot/Facebook

Norður-írski vöruflutningarbílstjórinn sem handtekin var á miðvikudag eftir að 39 lík fundust í tengivagni flutningabíls, hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp samkvæmt lögregluyfirvöldum í Essex. 

Maurice Robinson, 25 ára, var einnig ákærður fyrir mannsal, peningaþvætti og fyrir að aðstoða við ólöglegan flutning fólks. Hann verður leiddur fyrir dómara á mánudag en alls eru fimm í haldi lögreglu.

Alls fund­ust lík átta kvenna og 31 karl­manns í tengi­vang­in­um. Að minnsta kosti sex fórn­ar­lambanna voru frá Víet­nam og hin voru kín­versk­ir rík­is­borg­ar­ar.

Krufn­ing á hinum látnu hófst í gær, en dán­ar­or­sök þeirra ligg­ur ekki fyr­ir.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi.
Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert