Fjögur grunuð um mansal og manndráp

Málið hefur vakið óhug í Bretlandi.
Málið hefur vakið óhug í Bretlandi. AFP

Yfirheyrslur halda áfram í dag yfir fjórum, þremur karlmönnum og einni konu. Þau eru grunuð um manndráp og að hafa lagt á ráðin um mansal eftir 39 fundust látin í tengi­vagni flutn­inga­bíls í bæn­um Thurrock í Essex-héraði aðfaranótt miðvikudags.

Í frétt AFP kemur fram að karlmaður hafi verið handtekinn á Stansted-flugvelli í Englandi í gær en hann er grunaður um manndráp og að hafa lagt á ráðinn um mansal. Um er að ræða 48 ára Norður-Íra.

Fyrr í gær handtók breska lögregla karl og konu en þau eru bæði 38 ára. 

Mo Robin­son 25 ára vöru­flutn­inga­bíl­stjóri frá Norður-Írlandi, var sá fyrsti sem var hand­tek­inn vegna máls­ins. Lögreglu hefur verið gefinn aukinn tími til að yfirheyra bílstjórann.

Alls fundust lík átta kvenna og 31 karlmanns í tengivanginum. Að minnsta kosti sex fórnarlambanna voru frá Víetnam og hin kínverskir ríkisborgarar.

Fjölskyldur að minnsta kosti tveggja frá Víetnam segja líklegt að ættingjar þeirra hafi verið í tengivagninum. Fólkið hafi greitt smyglurum háa fjárhæð, jafnvirði tæpra fimm milljóna íslenskra króna, til að komast til Bretlands.

Krufn­ing á hinum látnu hófst í gær, en dán­ar­or­sök þeirra ligg­ur ekki fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert