Mótmælendur drepnir í Írak

Frá mótmælum í Írak í gær.
Frá mótmælum í Írak í gær. AFP

Að minnsta kosti 40 létust í mótmælum gegn stjórnvöldum í Írak í gær. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukinnar atvinnu og segjast berjast gegn spillingu í landinu.

Öryggissveitir beittu táragasi gegn mótmælendum í höfuðborginni Bagdad en talið er að um helmingur hinna myrtu hafi látist þegar þeir reyndu að ryðjast inn á opinberar skrifstofur í höfuðborginni.

Samkvæmt frétt AFP særðust um tvö þúsund víða um landið í mótmælunum.

Forsætisráðherrann hefur lofað ákveðnum umbótum.
Forsætisráðherrann hefur lofað ákveðnum umbótum. AFP

Fyrr í mánuðinum beittu stjórnvöld öryggissveitum af mikilli hörku gegn mótmælendum en þá létust um 150 manns. 

Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, varaði mótmælendur við því að ofbeldi yrði ekki liðið. Forsætisráðherrann hefur sagst ætla að stokka upp í ríkisstjórninni og ákveðnum umbótum í landinu. Margir eru mjög efins um að gjörðir fylgi orðum hjá Mahdi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert