Þingið fær óritskoðaða skýrsluna

Sérstakur saksóknari Robert Mueller.
Sérstakur saksóknari Robert Mueller. AFP

Al­rík­is­dóm­ari í Washingt­on komst að þeirri niður­stöðu í dag að banda­ríska dóms­málaráðuneyt­inu sé skylt að af­henta þing­inu órit­skoðað af­rit af rann­sókn­ar­skýrslu Roberts Mu­ell­ers, sér­stakstaks sak­sókn­ara.

Dóm­ar­inn, Beryl Howell, gaf ráðuneyt­inu frest fram á miðviku­dag til að af­henda skýrslu Mu­ell­ers um Rúss­a­rann­sókn­ina. Hlut­ar henn­ar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á ár­inu. Howell sagði að þar væri mögu­lega að finna upp­lýs­ing­ar varðandi rann­sókn­ir þing­nefnda á meint­um embætt­is­brot­um Don­ald Trump for­seta.

Demó­krat­ar hafa kraf­ist þess frá því að skýrsl­an var gerð op­in­ber í apríl að þeir fengju aðgang að henni órit­skoðaðri. Jerry Nadler, full­trúa­deild­arþingmaður demó­krata, hef­ur meðal ann­ars sagt að yf­ir­strikaðar upp­lýs­ing­ar í skýrsl­unni virðist þýðing­ar­mikl­ar.

Sam­kvæmt er­lend­um fréttamiðlum er úr­sk­urður al­rík­is­dóm­ar­ans frá því í gær­kvöld til skoðunar hjá dóms­málaráðuneyt­inu.

Trump hef­ur gagn­rýnt Mu­ell­er síðan rann­sókn hans hófst og kallaði skýrsl­una meðal ann­ars „norna­veiðar“ en rann­sókn­in sneri í upp­hafi að af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­um í Banda­ríkj­un­um fyr­ir þrem­ur árum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka