Yfir 220 manns látnir í mótmælum

Á síðustu tveimur dögum hafa 63 látist í mótmælunum í Írak og alls hafa að minnsta kosti 220 manns látið lifið, samkvæmt Mannréttindastofnun Íraks. Öryggissveitir Íraks beittu táragasi á mótmælendur í Bagdad dag. Mótmæli hafa staðið yfir frá 1. október en hófust að nýju í gær eftir nokkurra daga hlé, sem var tilkomið vegna harðrar mótspyrnu öryggissveita.

Í fyrstu beindust mótmælin að slæmu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnkerfinu en urðu svo að allsherjar mótmælum gegn stjórnvöldum.

Stjórnvöld eru undir miklum þrýstingi frá mótmælendum sem og frá óvæntu útspili sítaklerks­ins Moqtada al-Sadr. Hann tekur undir kröfur mótmælenda og vill að ríkisstjórnin segi af sér og gangi fyrr til þingkosninga. Kosningabandalag hans og komm­ún­ista vann mik­inn kosn­inga­sig­ur í síðustu kosningum í fyrra.  

Þetta setur enn meiri pressu á forsætisráðherra landsins, Adel Abdel Mahdi að bregðast við aðstæðum og grefur undir trausti hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert