Leiðtogi Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump staðfesti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir skömmu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Rík­is íslams, hefði sprengt sig í loft upp þegar Bandaríkjamenn gerðu árás á fylgsni hans í Sýrlandi í gærkvöldi.

Abu Bakr al-Baghdadi er látinn,“ sagði Trump.

Forsetinn sagði að Baghdadi hefði verið króaður af, grátandi og öskrandi, og þar hefði hann sprengt sig og þrjú ung börn sín í loft upp. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Baghdadi hafi alltaf haft sprengjuvesti við höndina af ótta við að vera handsamaður. 

Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtogi Rík­is Íslams, lét lítið fyrir sér …
Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtogi Rík­is Íslams, lét lítið fyrir sér fara síðustu ár. Hann birtist í áróðursmyndbandi hryðjuverkasamtakanna í vor. AFP

Trump hrósaði hermönnum sínum í hástert á blaðamannafundinum en alls létust níu í árásinni í norðvesturhluta Sýrlands. Auk þess þakkaði hann Rússum, Tyrkjum Sýrlendinum og Írökum fyrir aðstoðina.

„Óþokkinn sem reyndi sitt besta til að hræða aðra eyddi síðustu augnablikum sínum skelfingu lostinn, skíthræddur við bandarísku hermennina sem nálguðust hann,“ sagði Trump. 

Árás var gerð á heimili skammt fyrir utan bæinn Barisha …
Árás var gerð á heimili skammt fyrir utan bæinn Barisha í Sýrlandi. AFP

Forsetinn bætti því enn fremur við að eitt helsta verkefni hans síðan hann tók við embætti forseta hefði verið að ráða niðurlögum Abu Bakr al-Baghdadi.

Síðast sást til Bag­hda­di, sem er 47 ára, í áróðurs­mynd­bandi sem Ríki íslams sendi frá sér í apríl. Áður hafði hann ekki sést op­in­ber­lega í fimm ár en árið 2014 lýsti hann yfir kalíf­a­dæmi Rík­is íslams á þeim svæðum sem sam­tök­in höfðu lagt und­ir sig í Sýr­landi og Írak. Síðan þá hafa marg­ar fregn­ir borist af því að hann hefði verið drep­inn eða hann særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert