Safna lífssýnum úr ættingum

Fórnarlömbin voru frá Víetnam og Kína.
Fórnarlömbin voru frá Víetnam og Kína. AFP

Víetnamskir embættismenn tóku lífssýni frá fjölskyldum þeirra sem óttast er að hafi látist í tengi­vagni flutn­inga­bíls í Essex héraði í Englandi aðfaranótt miðviku­dags.

Við erum að safna saman hár- og blóðsýnum frá fjölskyldum þeirra sem óttast er að hafi verið í bílnum,“ sagði heimildamaður við AFP-fréttastofuna.

Fjölskylda manns sem saknað er staðfesti að lífssýni hefði verið tekið af honum fyrr í dag.

Alls fund­ust lík átta kvenna og 31 karl­manns í tengi­vang­in­um. Krufn­ing á hinum látnu hófst í fyrir helgi, en dán­ar­or­sök þeirra ligg­ur ekki fyr­ir.

Bílstjóri flutningsbílsíns hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp.
Bílstjóri flutningsbílsíns hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert