Flutningabílstjórinn leiddur fyrir dómara

Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp.
Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. Skjáskot/Facebook

Norðurírski vöru­flutn­ing­a­bíl­stjór­inn, sem hand­tek­inn var á miðviku­dag eft­ir að 39 lík fund­ust í tengi­vagni flutn­inga­bíls, óskaði ekki eftir því að losna úr fangelsi gegn tryggingu þegar hann kom fyrir dómara í morgun.

Maurice Robin­son hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. nóvember.

Hann kom fyrir dómara í morgun í gegnum myndbandsupptöku.

Auk þess að vera ákærður fyrir 39 manndráp var hann einnig ákærður fyrir tilraun til mansals og peningaþvætti.

Þrjú sem voru handtekin vegna málsins hafa verið látin laus en auk bílstjórans er annar maður, sem var handtekinn í Dublin á Írlandi um helgina, í haldi lögreglu.

Rannsóknarlögreglan vinnur að því að bera kennsl á líkin en þeir sem létust voru frá Víetnam og Kína. 

Auk þess rannsakar lögregla hvort umræddur flutningabíll hafi verið hluti af frekari ólöglegum fólksflutningum til Bretlands. Talið er að bílalest með allt að 100 manns innanborðs hafi komið til Bretlands frá meginlandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert