Næstráðandi al-Bag­hda­dis felldur

Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtogi Rík­is íslams, sprengdi sig í loft …
Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtogi Rík­is íslams, sprengdi sig í loft upp á laugardaginn. AFP

Næstráðandi Abu Bakr al-Bag­hda­di heitins, leiðtoga hryðju­verka­sam­tak­anna sem kenna sig við Ríki íslams, hefur fallið fyrir hendi bandarískra hermanna.

Þetta segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Twitter-færslu sinni. Þar greinir hann hvorki frá nafni viðkomandi né hvernig dauða hans bar að en segist vilja staðfesta að næstráðandi Bag­hda­di hafi fallið fyrir hendi bandarískra hermanna. 

„Líklega hefði hann tekið að sér æðstu stöðu. Núna er hann einnig látinn,“ skrifar forsetinn í færslu sinni.

Trump staðfesti á blaðamanna­fundi í Hvíta hús­inu í fyrradag að al-Bag­hda­di hefði sprengt sig í loft upp þegar Banda­ríkja­menn gerðu árás á fylgsni hans í Sýr­landi á laugardagskvöldið. „Abu Bakr al-Bag­hda­di er lát­inn,“ sagði Trump.

For­set­inn sagði að Bag­hda­di hefði verið króaður af, grát­andi og öskr­andi, og þar hefði hann sprengt sig og þrjú ung börn sín í loft upp. Fjöl­miðlar vest­an­hafs greindu frá því að Bag­hda­di hafi alltaf haft sprengju­vesti við hönd­ina af ótta við að vera hand­samaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert