Slökkvilið áminnt vegna mistaka við Grenfell-brunann

Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna.
Það sem eftir er af Grenfell-turninum í vesturhluta Lundúna. AFP

Slökkvilið Lundúna hefur verið áminnt fyrir alvarlega annmarka og kerfismistök í viðbragði sínu við eldsvoðanum í Grenfell-turninum árið 2017 þar sem 72 létust.

Hægt hefði verið að fækka dauðsföllum hefði slökkviliðið gripið til ákveðinna aðgerða fyrr en gert var, samkvæmt skýrslu um eldsvoðann og viðbragð við honum. Skýrslan, sem er yfir þúsund blaðsíður, verður formlega útgefin á morgun, miðvikudag.

Slökkviliðsmönnum er hrósað fyrir hugrekki sitt nóttina 14. júní 2017, en í skýrslunni kemur þó fram að fjölmörg mistök hafi verið gerð, sem bendi til þess að undirbúningi slökkviliðsins, þá sérstaklega stjórnenda þess, hafi verið verulega ábótavant.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka