Stálu nærbuxum Baghdadi

Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp í árás Bandaríkjahers …
Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp í árás Bandaríkjahers á fylgsni hans í Idlib-héraði í Sýrlandi þegar hann áttaði sig á að hann ætti enga undankomuleið. AFP

Njósnari Kúrda stal nærbuxum leiðtoga hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki íslams, Abu Bakr al-Baghdadi, til þess að hægt væri að taka úr þeim sýni og ganga úr skugga um að örugglega væri um leiðtogann sjálfan að ræða.

Talsmaður sýrlensku lýðræðisaflanna (SDF) segir njósnarann hafa leikið lykilhlutverk í að hafa uppi á Baghdadi áður en sérsveit Bandaríkjahers lagði til atlögu um helgina, en SDF saka Bandaríkjaforseta um að hafa gert lítið úr hlut Kúrda í aðgerðinni sem réð niðurlögum leiðtogans.

Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp í árás Bandaríkjahers á fylgsni hans í Idlib-héraði í Sýrlandi þegar hann áttaði sig á að hann ætti enga undankomuleið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert