Trump afhendi skattframtöl 8 ár aftur í tímann

Donald Trump Bandaríkjaforseti hef­ur ít­rekað hafnað því að gera skatt­fram­töl …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hef­ur ít­rekað hafnað því að gera skatt­fram­töl sín op­in­ber eins og for­ver­ar hans hafa gert und­an­farna ára­tugi. AFP

Endurskoðunarfyrirtæki sem hefur séð um skattframtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta ber að afhenda þau saksóknara á Manhattan átta ár aftur í tímann. Þetta er niðurstaða áfrýjunarrétts í New York sem kvað upp úrskurð sinn í dag. New York Times greinir frá. 

Trump hef­ur ít­rekað hafnað því að gera skatt­fram­töl sín op­in­ber eins og for­ver­ar hans á forsetastóli hafa gert und­an­farna ára­tugi.

Í síðasta mánuði gaf alríkisdómstóll saksóknara heimild til að nálgast skattframtölin. Tilgangurinn er að kanna hvort lög hafi verið brotin þegar Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels háar fjárupphæðir fyrir hönd forsetans. 

Lögmenn Trump færðu rök fyrir því að aðgangur að skattframtölum hans væri óheimill sökum friðhelgis hans sem forseta. Dómari hafnaði því og sagði forseta Bandaríkjanna ekki vera undanþeginn rannsóknum um möguleg glæpsamleg athæfi. 

Dómararnir þrír sem kváðu upp dóminn í dag tóku hins vegar ekki afstöðu til mögulegs friðhelgi forsetans. Það skipti ekki máli þar sem endurskoðunarfyritækinu er stefnt, ekki forsetanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert