Bloomberg skráir sig til leiks

Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar.
Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar. AFP

Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, hefur skráð sig til þátttöku í forkosningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári.

Fram kemur í frétt AFP að Bloomberg hafi skráð sig til þátttöku í forkosningu demókrata í Alabama-ríki áður en frestur til þess hafi runnið út í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi ekki formlega lýst yfir framboði þykir skráningin benda sterklega til þess að af því verði.

Stjórnmálaskýrendur telja að framboð Bloombergs gæti tekið einna mest fylgi frá Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Biden sagði hins vegar í gær að hann hefði engar áhyggjur af Bloomberg enda væri hann með nokkuð gott forskot í könnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert