Og ekkert var eins

„Það hafðist! Múrinn er opinn,“ stendur skýrt á forsíðu BILD. …
„Það hafðist! Múrinn er opinn,“ stendur skýrt á forsíðu BILD. Glaður Þjóðverji boðar fagnaðarerindið í grenndinni við Brandenborgarhliðið. Og fagnaðarerindi var það, „sól“ reis í austri, samkvæmt leiðarahöfundi Morgunblaðsins. 30 árum síðar eru ekki allir á eitt sáttir um hvernig var farið að við sameiningu tveggja harla ólíkra ríkja. AFP

Óánægja með komm­ún­ista­stjórn­ina var við suðupunkt og dag­arn­ir á und­an höfðu verið er­ilsam­ir í hæsta máta, sem ef til vill leiddi til þess að hann ruglaðist aðeins, karl­inn. Og sjald­an var rugl­ing­ur eins af­drifa­rík­ur: Heim­ur­inn varð aldrei sam­ur. 9. nóv­em­ber 1989, fyr­ir 30 árum í dag, var verið að kynna nýja reglu­gerð um ótak­markað ferðaf­relsi Aust­ur-Þjóðverja, reglu­gerð sem átti þó ekki að taka gildi fyrr en í fyrsta lagi dag­inn eft­ir. Dag­setn­ing gildis­tök­unn­ar var eitt­hvað óljós þeim sem tók til máls á blaðamanna­fund­in­um, Gün­ter Scha­bowski, þannig að þegar hann var spurður hvenær ná­kvæm­lega þetta tæki gildi þá sagði hann bara: „Nú, sam­kvæmt mín­um upp­lýs­ing­um tek­ur þetta gildi bara strax, taf­ar­laust.“ 

Günter Schabowski á blaðamannafundinum fræga. Schabowski hefði að líkindum ekki …
Gün­ter Scha­bowski á blaðamanna­fund­in­um fræga. Scha­bowski hefði að lík­ind­um ekki kom­ist í sögu­bæk­urn­ar, hefði ekki verið fyr­ir ör­laga­rík­an mis­skiln­ing hans á minn­is­blaði sem hon­um var fengið fyr­ir fund­inn. „Strax. Taf­ar­laust,“ sagði Scha­bowski, en ferðaf­relsið átti ekki að vera gefið fyrr en dag­inn eft­ir. AFP

Rest­in er mann­kyns­saga. Múr­inn féll sama kvöld og Scha­bowski talaði af sér, og dag­setn­ing­ar­inn­ar 9. nóv­em­ber 1989 er minnst sem enda­loka kalda stríðsins. Mann­kyns­saga er þó hvorki ein­hlít né end­an­leg og ófá­ir laus­ir end­ar sem urðu eft­ir við sam­ein­ingu Þýska­lands ári síðar verða að lík­ind­um aldrei hnýtt­ir. Það voru og eru skipt­ar skoðanir um ágæti þess að sam­eina þessi tvö lönd, Vest­ur- og Aust­ur-Þýska­land, sem voru í ár­anna rás orðin svo ólík að á milli þeirra var him­inn og haf, en ekki bara 155 kíló­metra múr. 

„Sól rís í austri“ var fyr­ir­sögn leiðara Morg­un­blaðsins laug­ar­dag­inn eft­ir fall múrs­ins og þó að ekki væri ljóst þessa fyrstu daga hvaða ljósi þessi sól myndi varpa á Þýska­land, var von margra að lönd­in yrðu sam­einuð. Af varð og sól­in varð sól kapí­tal­ism­ans, tákn­ræn um sig­ur vest­urs á austri. En þegar ann­ar sigr­ar tap­ar yf­ir­leitt hinn og eft­ir þeirri heims­mynd lif­ir fjöldi íbúa í Aust­ur-Þýskalandi enn í dag, að vestrið hafi sigrað og austrið tapað, þó að að nafn­inu til séu þau eitt land. Og hvar er jarðveg­ur frjó­ari fyr­ir upp­gang po­púlí­skra stjórn­mála­afla en þar sem fólk tel­ur sig und­irokað og hlunn­farið um lífs­gæði, sem öðrum eru gef­in? Í Aust­ur-Þýskalandi voru að minnsta kosti all­ir með vinnu.

Ekki himinn, ekki haf, ekki múr. Þó að Vestur- og …
Ekki him­inn, ekki haf, ekki múr. Þó að Vest­ur- og Aust­ur-Þýska­land hafi ekki verið sam­einuð á staðnum var ljóst að eft­ir að múr­inn féll 9. nóv­em­ber 1989 hafði eitt­hvað meiri hátt­ar breyst. Í dag held­ur Berlín upp á 30 ára af­mæli. AFP

Nú þegar þrjá­tíu ár eru liðin frá falli múrs­ins fara hátíðar­höld að ein­hverju leyti fram í skugga upp­gangs po­púlí­skra afla, ein­mitt sér­stak­lega í Aust­ur-Þýskalandi: Í sam­bands­lands­kosn­ing­um í Brand­en­borg, Thür­ingen og Saxlandi nú í haust náði stjórn­mála­flokk­ur­inn AfD um fjórðungi at­kvæða. Sá öfga­hægri­flokk­ur, sem rek­ur meðal ann­ars harða stefnu gegn inn­flytj­end­um og íslam, þekk­ir kjós­end­ur sína og hef­ur not­ast við slag­orð eins og „klár­um sam­ein­ing­una“ (þ. vollende die Wende). Þar er sögð sama sag­an: Vest­ur-Þýska­land vann, Aust­ur-Þýska­land tapaði, og við ætl­um að sækja það sem hrifsað var af okk­ur þegar lönd­in voru sam­einuð.

Und­ir þess­um kring­um­stæðum er 30 ára fögnuður­inn lág­stemmd­ur í Berlín, auk þess sem lít­il stemn­ing er eft­ir sem áður fyr­ir áköf­um hóp­fögnuði í Þýskalandi þegar þjóðleg efni eru ann­ars veg­ar. Lyk­il­orðið er „nachd­enklich“ – íhug­ull, hugsi – þannig að fagnaðarlæt­in verða íhug­ul, ef það er ekki þver­sögn. Í stað íburðar og skrúðgangna er ótal uppá­kom­um dreift um alla borg­ina. En margt smátt ger­ir eitt stórt.

Á In­sta­gram-mynd hjá for­seta Þýska­lands, Frank-Walter Stein­meier, má sjá hinn nú 88 ára gamla Mik­hail Gor­bachev, fyrr­ver­andi leiðtoga Sov­ét­ríkj­anna, lesa þakk­ar­bréf Stein­meiers til hans í til­efni dags­ins.

View this post on In­sta­gram

✉️ Beim Emp­fän­ger ang­ekomm­en: Michail Gor­batschow hält den Bri­ef in Händ­en, den Bundespräsi­dent Stein­meier ihm aus Anlass des 30. Jahresta­ges des Mau­er­falls geschrie­ben hat. Dar­in dankt der Bundespräsi­dent ihm für seine Rolle bei der Fried­lichen Revoluti­on: „Wir haben nicht ver­gessen, und wir wer­d­en nicht ver­gessen, dass das Wund­er der fried­lichen Wieder­v­ereinig­ung meines Land­es nicht möglich gewesen wäre ohne die mutig­en und menschlichen Entscheidungen, die Sie dam­als per­sön­lich get­rof­fen haben.“ Alt­bundespräsi­dent Christian Wulff hatte ihm den Bri­ef in Moskau über­reicht. #Mau­er­fall30 #bundespräsi­dent #stein­meier #gor­batschow #mau­er­fall #geschichte #deutschegeschichte +++ Letter deli­v­ered to the recipient: Mik­hail Gor­bachev holds in his hands the letter that Feder­al Presi­dent Stein­meier wrote to him on the occasi­on of the 30th anni­vers­ary of the fall of the Berl­in Wall. The Feder­al Presi­dent than­ked him for his role in the Peacef­ul Revoluti­on: "We have not forgotten, and we will not for­get that the miracle of the peacef­ul reunificati­on of my coun­try would not have been possi­ble wit­hout the coura­geous and hum­an decisi­ons that you made at the time.” For­mer Feder­al Presi­dent Christian Wulff had presented him with the letter in Moscow. #gor­bachev #letter #falloft­hewall #berl­inwall #history #ger­man­history

A post shared by Bundespräsi­dent Stein­meier (@bundespraesi­dent.stein­meier) on Nov 8, 2019 at 3:12am PST

Íslend­ing­ur fékk fyrsta mol­ann úr múrn­um, að sögn

Minn­ug­ir Íslend­ing­ar muna hvar þeir voru þegar eld­gos hófst á Heima­ey, þegar Geir H. Haar­de bað Guð að blessa Ísland og þegar Ísland vann Eng­land 2 — 1. En all­ir Þjóðverj­ar muna hvar þeir voru þegar Berlín­ar­múr­inn féll. Í dag eru þrjá­tíu ár liðin frá þeim heims­sögu­lega at­b­urði. Það eru þó ekki aðeins Þjóðverj­ar sem muna hvar þeir voru þegar múr­inn féll, held­ur vita­skuld einnig Íslend­ing­ar. Á þess­um tíma­mót­um rifja þrír þeirra upp þessa ör­laga­ríku nótt.

María Sól­rún Sig­urðardótt­ir kvik­mynd­ar­gerðar­kona, bú­sett meira og minna í Þýskalandi frá ár­inu 1985, bjó á stúd­enta­görðum í Vest­ur-Berlín þegar múr­inn féll. Hún minn­ist þess að nokkr­um mánuðum fyr­ir fallið hafði fjöl­skyld­an henn­ar verið í heim­sókn hjá henni og þau verið í göngu­túr við múr­inn. Fjöl­skyld­an henn­ar, Íslend­ing­ar, furðaði sig á aðskilnaðinum og talaði um að nú hlyti að koma að sam­ein­ingu. „Ég sagði þeim að það væri al­veg af og frá. Það væri nær að sam­eina Vest­ur-Þýska­land og Aust­ur­ríki. Þess­ar þjóðir eru allt of, allt of ólík­ar,“ sagði María þá við fjöl­skyldu sína. Hún reynd­ist ekki sann­spá.

María Sólrún Sigurðardóttir kvikmyndargerðarkona við störf. Hún hefur búið í …
María Sól­rún Sig­urðardótt­ir kvik­mynd­ar­gerðar­kona við störf. Hún hef­ur búið í Þýskalandi nán­ast óslitið frá 9. ára­tugi síðustu ald­ar og var í miðjum hátíðar­höld­un­um fyr­ir þrjá­tíu árum þegar múr­inn féll. Ljos­mynd/Ú​r einka­safni

Kvöldið sem múr­inn féll var María í bíó. Þegar hún kom heim síðla kvölds hringdi vin­ur henn­ar frá út­lönd­um og spurði tíðinda. Er ekki gam­an? „Gam­an? Hvað áttu við? Við vor­um bara í bíó,“ svaraði María en var ekki lengi að drífa sig út á götu þegar hún skildi hvað var á seyði. „Við löbbuðum bein­ustu leið niður að Brand­en­borg­ar­hliði og þar voru fyrstu að koma yfir frá Checkpo­int Charlie. Við hitt­um þau fyr­ir. Þau voru svo­lítið feim­in og við líka, við áttuðum okk­ur ekki al­veg á þessu,“ rifjar María upp. „Eruð þið Aust­ur-Þjóðverj­ar?“ spurði hún þess­ar mann­ver­ur. „Já,“ svöruðu þær. Þetta var þá satt.

María og vin­ir henn­ar vippuðu sér yfir múr­inn og hófu að snerta Brand­en­borg­ar­hliðið, sem hafði verið inn­lyksa í einsk­is­mannsland­inu ára­tug­um sam­an. „Verðirn­ir vissu ekki al­veg hvað þeir áttu að gera. Ekki við held­ur eig­in­lega. Þetta var ein­hvern veg­inn hættu­legt, en samt ekki,“ seg­ir María. Síðan tóku menn til við að brjóta niður múr­inn. „Og einn þeirra var vin­ur minn og hann var með þeim allra fyrstu sem byrjuðu að höggva. Hann gaf mér fyrsta stykkið sem var hoggið úr múrn­um. Ég fékk fyrsta stykkið!“ rifjar hún upp, en það er nú týnt, horfið. En minn­ing­ar hverfa ekki og held­ur ekki minn­ing­arn­ar um par­tíið, sem hófst þetta kvöld og stóð alla nótt. Og stend­ur jafn­vel enn.

Her­menn drepa bæði og djamma

Hjón­in Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi og Ósk Vil­hjálms­dótt­ir mynd­list­ar­kona voru bæði við nám í Vest­ur-Berlín á þess­um tíma, þó hvort í sínu lagi enn um sinn. Þau þekkt­ust en það var ekki fyrr en eins og ári síðar sem þau felldu hugi sam­an, tveir Íslend­ing­ar í sam­einaðri Berlín.

Ósk og Hjálmar í Berlín í sumar, 30 árum eftir …
Ósk og Hjálm­ar í Berlín í sum­ar, 30 árum eft­ir fall múrs­ins. Í Berlín eiga þau annað heim­ili. Ljós­mynd/​Magnús Karl Magnús­son

Heim­ur­inn var hæg­ari, þetta voru aðrir tím­ar, nokkuð sem verður skýrt þegar Hjálm­ar rifjar upp kvöldið 9. nóv­em­ber. Hann var við rit­gerðarskrif, þannig að ein­beit­ing­ar var þörf. „Hug­ur minn var því við heim­speki­bæk­ur og það var ekk­ert kveikt á út­varp­inu þetta kvöldið. Það er því ekki fyrr en snemma næsta morg­un sem ég hef spurn af þessu. Þegar ég heyrði þetta í út­varp­inu, fór ég rak­leiðis upp að Osloer Straße, þar sem múr­inn var opnaður fyrst,“ rifjar Hjálm­ar upp.

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi var í háskólanámi í Berlín þegar múrinn …
Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi var í há­skóla­námi í Berlín þegar múr­inn féll. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Hjálm­ar lýs­ir því að þar hafi gríðarleg­ur fjöldi Aust­ur-Þjóðverja streymt yfir við mik­il gleðilæti. En fögnuður­inn var ekki óblend­inn óvissu. „Þetta var að ein­hverju leyti eins og gluggi hefði opn­ast í stutta stund, en eng­inn vissi hvenær hon­um yrði lokað. Marg­ir hugsuðu, já, svona verður þetta í dag, en á morg­un veit eng­inn,“ seg­ir Hjálm­ar. 

Austurþýskur hermaður gægist handan múrsins 1989, sem er þegar settur …
Aust­urþýsk­ur hermaður gæg­ist hand­an múrs­ins 1989, sem er þegar sett­ur hol­um, enda bylt­ing haf­in. AFP

Það var ekki fyrr en tólf klukku­stund­um síðar eða svo, sem Hjálm­ar áttaði sig á að þó að ástandið kynni að vera tíma­bundið, lá eitt­hvað stærra og meira í loft­inu. „Um kvöldið fór ég aft­ur á sama stað og fylgd­ist með fólk­inu sem hafði komið um morg­un halda heim að kvöldi. Það var ekki fyrr en þá, þegar ég fylgd­ist með þess­ari þjóð snúa aft­ur und­ir hálfu tungli á staðinn sem hún hafði svo oft þráð að yf­ir­gefa, sem ég sá að það sem ég var að upp­lifa var heims­sögu­leg­ur at­b­urður,“ seg­ir Hjálm­ar. Og heims­sögu­leg­ir at­b­urðir hafa hvers­dags­lega skír­skot­un: Um ára­mót­in 1989—'90 djammaði Hjálm­ar í Aust­ur-Berlín, þar sem hon­um og vin­um hans tókst að plata aust­urþýska her­menn í dans. Það voru sömu her­menn og hefðu fyr­ir nokkr­um mánuðum verið vís­ir til þess að skjóta landa sína í bakið ef þeir reyndu að flýja yfir landa­mær­in. 

Fjöl­skyldu­harm­leik­ur kvika tím­ans

Þó að Ósk Vil­hjálms­dótt­ir hafi rokið niður að múr þetta kvöld, og tekið þátt í hátíðar­höld­um fram eft­ir nóttu, var það ef til vill ekki fyrr en dag­inn eft­ir sem hún fór inn í kviku þess and­rúms­lofts sem múr­inn hafði skapað. „Okk­ur var boðið í af­mæli kvöldið eft­ir hjá þýskri vin­konu okk­ar og ég og vin­kona mín lögðum leið okk­ar þangað létt­kennd­ar, á þetta sem átti að vera lít­ill vin­kvenna­fögnuður. Þegar við mætt­um var annað uppi á ten­ingn­um,“ seg­ir Ósk. „Við geng­um inn í miðja geðshrær­ingu, þar sem stór hóp­ur af nán­um ætt­ingj­um vin­konu minn­ar var kom­inn yfir frá austr­inu,“ seg­ir Ósk.

Ósk Vilhjálmsdóttir var í listnámi í Berlín þegar múrinn féll.
Ósk Vil­hjálms­dótt­ir var í list­námi í Berlín þegar múr­inn féll. Ljós­mynd/​Face­book

Það hafi verið fólk sem hafði verið skilið frá ætt­ingj­um sín­um árum og ára­tug­um sam­an en fékk nú aft­ur að fall­ast í faðma. Af­mælið breytt­ist í langþráða og til­finn­ingaþrungna end­ur­fundi. „Við kom­um þarna inn og all­ir eru grát­andi. Þarna varð ég vitni að því hvernig raun­veru­leiki þessa fólks hafði verið öll þessi ár og það var virki­lega magnþrung­in stund,“ seg­ir Ósk, sem hálfpart­inn tár­ast við að rifja þetta upp. 

Fjöl­skyld­ur rifn­ar í sund­ur og kalda stríðið prím­us mótor. Sá veru­leiki blasti víðar við en bara í Berlín, þó að þar hafi hann lík­amn­ast í ógn­ar­stór­um múr. Ósk seg­ir að svo­leiðis hafi því verið farið inn­an henn­ar eig­in fjöl­skyldu, menn hafi skipt sér niður í ólík horn í ferm­ing­ar­veisl­um. Ósk gerði sjálf auðvitað ekki upp á milli og báðir afar henn­ar fengu brot úr Berlín­ar­múrn­um í jóla­gjöf árið 1989, ann­ar þeirra Fram­sókn­ar­maður, hinn öllu hall­ari und­ir hug­sjón­ir alþýðulýðveld­is­ins fallna Þýska­lands. En hverju skipt­ir það? Kalda stríðið var á enda, hvort sem það þýddi að ný sól risi í austri eða að hinsta von­ar­sól um stétt­laust sam­fé­lag væri hnig­in til viðar. Þetta eru sömu sól­ir, þær hrynja í dropa­tali, og fæða nýtt líf og nýja sorg.

Þessa mynd tók Ósk Vilhjálmsdóttir 17. júní 1989 af stórum …
Þessa mynd tók Ósk Vil­hjálms­dótt­ir 17. júní 1989 af stór­um hópi ungra ís­lenskra mæðra sem ým­ist voru við nám eða störf í Berlín á þess­um tíma. Frá vinstri eru Soffía Gunn­ars­dótt­ir, starfsmaður í nor­ræna sendi­ráðinu í Berlín, Sesselja Auður Eyj­ólfs­dótt­ir, aðstoðarskóla­stjóri Lang­holts­skóla, Hrönn Krist­ins­dótt­ir kvik­mynda­fram­leiðandi, Sig­ríður Þor­geirs­dótt­ir heim­spek­ing­ur, Jóna Fann­ey Friðriks­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, sem krýp­ur, svo Hrafn­hild­ur Ragn­ars­dótt­ir sér­kennslu­kenn­ari, Mar­grét Rósa Sig­urðardótt­ir mennta­skóla­kenn­ari og Jór­unn Sig­urðardótt­ir út­varps­kona á RÚV. Og fyr­ir fram­an þær, krakka­skar­inn. Ljós­mynd/Ó​sk Vil­hjálms­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert