Viðskiptajöfurinn Michael Bloomberg ætlar sér að velta Donald Trump Bandaríkjaforseta úr sessi í forsetakosningunum á næsta ári. Hann hefur jafnframt stigið nýtt formlegt skref í átt að forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar.
„Skráði mig opinberlega í Arkansas til að vera á kjörseðlinum í forkosningum Demókrataflokksins,“ tísti Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York.
Fjórir dagar eru liðnir síðan hann gerði slíkt hið sama í Alabama-ríki. Þörf er á að skrá sig fyrr í báðum ríkjunum vegna forkosninganna.
„Við verðum að sigra Trump. Hann hefur brugðist á öllum sviðum,“ bætti hinn 77 ára Bloomberg við.
Officially filed in Arkansas to be on the ballot for the Democratic primary.
— Mike Bloomberg (@MikeBloomberg) November 12, 2019
We must defeat Trump. He has failed us at every turn. pic.twitter.com/BMT3prVY4S