Esau segir engar sannanir fyrir spillingu

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu. Mynd/Skjáskot úr þætti Kveiks

Bernhardt Esau, sem í dag sagði af sér sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, segir að hann sé ekki spilltur og að ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum séu hluti af ófrægingarherferð sem ætlað sé að sverta nafn hans og Swapo-flokksins, stjórnarflokks Namibíu.

Þetta kemur fram í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þar er vísað til yfirlýsingar sem ráðherrann hefur sent frá sér vegna afsagnar sinnar úr embætti í dag.

Auk hans sagði Sacky Shang­hala dómsmálaráðherra af sér embætti. Aðrir menn hafa þegar tekið við embættum þeirra.

Esau heldur því fram í yfirlýsingu sinni að það séu engar sannanir fyrir því að hann hafi fengið mútugreiðslur fyrir að gera einstaka sjávarútvegsfyrirtækjum auðveldara að komast yfir aflaheimildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert