Lét sig hverfa eftir framsalsbeiðni

AFP

Fyrrverandi framkvæmdastjóri leyniþjónustu Venesúela, Hugo Armando Carvajal, er horfinn á Spáni aðeins nokkrum dögum eftir að dómstóll staðfesti beiðni um framsal hans til Bandaríkjanna á grundvelli ákæru um eiturlyfjasmygl.

Að sögn talskonu spænska ríkislögreglustjóraembættisins er hans leitað en lögregla fór á heimili Hugo Armando Carvajal í Madrid á föstudag, eftir að dómarar kváðu upp úrskurð sinn, en greip í tómt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert