Óðu vatnselginn á torginu

Markúsartorg í morgun.
Markúsartorg í morgun. AFP

Flóðaviðvörunarbjöllur hafa ómað í Feneyjum í morgun en vatnshæðin þar hefur ekki verið jafn há í rúma hálfa öld og í dag. Sjávarstaðan hækkaði í 1,87 metra í morgun og er vatnselgur á götum borgarinnar þannig að ferðamenn hafa átt fótum sínum fjör að launa. Öldugangur er á Markúsartorgi vegna þess hversu hvasst er í Feneyjum þessa stundina. 

Að sögn borgarstjórans í Feneyjum, Luigi Brugnaro, er þetta afar óvanalegt ástand og sjaldgæft að sjávarstaðan sé jafn há og nú er en það hefur ekki gerst síðan árið 1966 þegar hún mældist 1,94 metrar. 

Björgunarsveitir eru á ferðinni til þess að kanna afleiðingar flóðanna og í ítölskum fjölmiðlum er greint frá því að maður á áttræðisaldri hafi fengið raflost og látist þegar vatn streymdi inn á heimili hans. 

AFP
Inngangurinn á Palazzo Patriarcale.
Inngangurinn á Palazzo Patriarcale. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert