Ráðherra sem fer málefni ríkisfyrirtækja í Namibíu, Leon Jooste, sendi í gær bréf til starfandi sjávarútvegsráðherra, Albert Kawana, þar sem óskað er eftir því að stjórnarformanni Fishcor, James Hatuikulipi, og framkvæmdastjóra þess, Mike Nghipunya, verði vikið frá störfum í tengslum við rannsókn á mútum Samherja til ráðamanna. Sá fyrrnefndi er einn þriggja „hákarla“ sem ítrekað er fjallað um í Stundinni og Kveik varðandi mútur og önnur umsvif Samherja í Namibíu.
James Hatuikulipi lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management í gær. Starfsbróður hans, Ricardo Gustavo, sem einnig kemur fram í skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur verið vikið úr starfi, samkvæmt fréttum Namibian Sun.
JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C
— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019
Fátt annað er til umfjöllunar í namibískum fjölmiðlum en spillingarmál tengd fiskveiðiheimildum og Samherja.
Tveir ráðherrar gengu einnig undir heitinu „hákarlarnir“ í Kveik á þriðjudagskvöldið en þeir hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar birtingar gagnanna. Það eru sjávarútvegsráðherrann, Bernhard Esau, og dómsmálaráðherran, Sacky Shanghala. Forseti landsins, Hage Geingob, þrýsti mjög á afsögn þeirra.