Neyðarástand í Feneyjum

00:00
00:00

Von er á enn frek­ari flóðum í Fen­eyj­um í dag og hafa stjórn­völd á Ítal­íu lýst yfir neyðarástandi í borg­inni sem er á heims­minja­skrá UNESCO. Flóðin und­an­farna daga hafa kostað tjón upp á millj­ón­ir evra. Borg­ar­stjór­inn í Fen­eyj­um seg­ir að flóðin séu bein af­leiðing lofts­lags­breyt­inga.

AFP

Kirkj­ur, versl­an­ir og heim­ili í borg­inni eru um­lukin vatni vegna óvenju­hárr­ar sjáv­ar­stöðu. Hafa yf­ir­völd ákveðið að veita 20 millj­ón­um evra í að tak­ast á við eyðilegg­ing­una. Talið er að vatns­hæðin nái 1,5 metr­um í dag en storm­ur geis­ar á þess­um slóðum. Þetta er lægri sjáv­ar­staða en á þriðju­dag en samt sem áður hættu­lega há. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert