Zika greinist í Evrópu

Zika-veiran getur smitast við moskítóbit. Þriðja tilfellið af veirunni sem …
Zika-veiran getur smitast við moskítóbit. Þriðja tilfellið af veirunni sem vitað er til þess að fundist hafi í Evrópu greindist í Frakklandi í lok síðasta mánaðar. AFP

Þriðja til­fellið af Zika-veirunni sem vitað er til þess að fund­ist hafi í Evr­ópu greind­ist í Frakklandi í lok síðasta mánaðar. Öll þeirra smituðu búa í sama bæn­um í Suður-Frakklandi,  ekk­ert þeirra hef­ur ferðast til landa þar sem veir­an hef­ur breiðst út og ekki er tal­in hætta á far­aldri í Evr­ópu, þar sem veðurfar fer nú kóln­andi sem heft­ir lík­ur á út­breiðslu.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu ECDC, Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu.

Zika-veir­an er svo­kölluð Flavi-veira og berst með þeirri teg­und moskítóflug­na sem lifa á hita­belt­is­svæðum og svæðum þar sem lofts­lag er temprað. Veir­an get­ur smit­ast frá móður til barns í móðurkviði, en einnig með kyn­mök­um, blóðgjöf og líf­færa­flutn­ing­um, að því er fram kem­ur á vefsíðu WHO, Alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Á vefsíðu EDCD seg­ir að frönsk heil­brigðis­yf­ir­völd hafi aukið skimun í þeim til­gangi að finna fleiri hugs­an­leg til­vik. Þá hafa verið gefn­ar út viðvar­an­ir á svæðinu og er þeim einkum beint að barns­haf­andi kon­um, en Zika-veir­an get­ur m.a. valdið fæðing­argalla hjá börn­um sýktra mæðra sem lýsa sér einkum í óvenju smáu höfði og heila­skemmd­um. Þá bentu rann­sókn­ir til þess að veir­an réðist á heila­frum­ur og ylli sjúk­dómi sem líkt­ist MS.

Sýk­ing­ar af völd­um veirunn­ar geisuðu í lönd­um Suður- og Mið-Am­er­íku fyr­ir um þrem­ur árum og var þá m.a. rætt um að rétt­ast væri að af­lýsa Ólymp­íu­leik­un­um sem haldn­ir voru í Rio de Jan­eiro í Bras­il­íu þá um sum­arið. Neyðarástandi var lýst yfir af WHO, Alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­inni, snemma árs 2016 vegna veirunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert