Andrew Bretaprins segir að ákvörðun sín að dvelja á heimili auðkýfingsins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein hafi, eftir á að hyggja, verið röng en tilhneiging hans til að vera „of sómasamlegur“ útskýri þá ákvörðun.
Prinsinn ræddi við BBC um tengsl sín við Epstein í viðtali við fréttaskýringaþáttinn Newsnight. Í viðtalinu segist Andrew Bretaprins hafa brugðist konungsfjölskyldunni með dvöl sinni hjá Epstein sem var á þeim tíma dæmdur barnaníðingur.
Andrew var myndaður árið 2010 á göngu með Epstein í Central Park í New York tveimur árum eftir að Epstein fékk fyrst dóm fyrir að kaupa kynlíf af stúlku undir lögaldri. Þá hafa birst ljósmyndir sem sýna prinsinn í íbúð Epsteins á Manhattan á svipuðum tíma.
„Það var hentugur staður til að dvelja á. Ég hef hugsað látlaust um þetta en eftir á að hyggja þá var þetta klárlega röng ákvörðun. Á þessum tíma fannst mér ákvörðunin hins vegar vera rétt og sómasamleg og ég viðurkenni að dómgreind mín litaðist líklega af tilhneigingu minni til að vera of sómasamlegur (e. too honourable), það er bara eins og það er,“ útskýrði prinsinn í viðtalinu.
"It was definitely the wrong thing to do. But at the time I felt it was the honourable and right thing to do."
— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 16, 2019
The Duke of York speaks to #Newsnight about his links to Jeffrey Epstein and his decision to stay with him https://t.co/78O1778YJx
WATCH TONIGHT 21:00 @BBCTwo @maitlis pic.twitter.com/EUgNQBZosA
Virginia Giuffre, sem áður hét Virginia Roberts, bar vitni um það í ákæru gegn Epstein og vinkonu hans árið 2016 að hún hafi haft kynmök við Andrew þegar hún var á barnsaldri en vitnisburðinum hefur verið ákaft neitað af prinsinum og konungsfjölskyldunni. Andrew segist í viðtalinu ekki muna eftir Guiffre.
"I have no recollection of ever meeting this lady."
— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 15, 2019
The Duke of York has spoken for the first time about his links to Jeffrey Epstein and the allegations against him https://t.co/YfWs2EAi6v
FULL INTERVIEW: Saturday 21:00 @BBCTwo with @maitlis#Newsnight pic.twitter.com/zy7jvnRPJp