Rauð viðvörun í gildi

AFP

Rauð viðvör­un er í gildi í Fen­eyj­um en von er á frek­ari flóðum í borg­inni í dag. Þar er nú mjög hvasst. Neyðarástandi var lýst yfir í borg­inni fyrr í vik­unni. 

Borg­ar­stjór­inn í Fen­eyj­um, Luigi Brugn­aro, lét loka Markús­ar­torgi í gær vegna þess að sjór gekk við torgið. Sagði hann að um neyðarráðstöf­un sé að ræða til þess að koma í veg fyr­ir stór­slys. 

Giu­seppe Conte, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt að setja þegar í stað 20 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 2,7 millj­arða króna, í sér­stak­an sjóð sem á að nota í brýn­ustu aðgerðir vegna flóðanna. Íbúar húsa sem skemmd­ust fá þegar í stað allt að 5.000 evr­ur, sem svar­ar 690.000 krón­um, og eig­end­ur veit­inga­húsa og versl­ana geta fengið allt að 20.000 evr­ur, 2,8 millj­ón­ir króna, og sótt um meiri aðstoð síðar. 

„Við höf­um eyðilagt Fen­eyj­ar, við erum að tala um einn millj­arð evra í tjón og það er bara tjónið í gær, ekki í dag,“ sagði Brugn­aro í gær.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert