Óeirðarseggir brutu og brömluðu

Miðborg Parísar í gær. Lögreglan stendur í vari fyrir grjótkasti …
Miðborg Parísar í gær. Lögreglan stendur í vari fyrir grjótkasti óeirðarseggja. AFP

Franska lög­regl­an hand­tók 254 óeirðarseggi í Par­ís og fleiri borg­um í gær er Gul­vestung­ar fögnuðu eins árs af­mæli mót­mælaaðgerða. Svo virðist sem fá­menn­ur hóp­ur öfga­sinna hafi staðið fyr­ir óeirðunum.

AFP

Inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Christophe Castaner, greindi frá þessu í dag en bú­ist er við frek­ari mót­mæl­um í dag og hafa marg­ir versl­un­ar­eig­end­ur gripið til þess ráðs að loka versl­un­um sín­um.

AFP

Lög­regl­an og mót­mæl­end­ur tók­ust á klukku­tím­um sam­an í gær og var ástandið verst í kring­um Place d'Italie. Átök­in eru þau verstu í borg­inni í marga mánuði. Alls voru 173 hand­tekn­ir í Par­ís og tug­ir í borg­um eins og Nan­tes, Mont­p­ellier, Strass­borg, Bordeaux og Tou­lou­se.

Frá Place d'Italie í París.
Frá Place d'Italie í Par­ís. AFP

Castaner seg­ir að það hafi verið nokkr­ir öfga­sinn­ar meðal mót­mæl­end­anna í Par­ís sem virt­ust vera þar í þeim eina til­gangi að berja á lög­regl­unni og koma í veg fyr­ir að starfs­fólk neyðarþjón­ustu gæti sinnt starfi sínu.

AFP

Kveikt var í bíl­um og strætó­skýli eyðilögð. Stytta af stríðshetj­unni Alp­hon­se Juin var skemmd en meðal ann­ars var höfuð henn­ar brotið. Rúður voru brotn­ar í versl­un­ar­miðstöðvum og hót­el­um af hópi svart­klæddra óeirðaseggja sem voru grímu­klædd­ir til að koma í veg fyr­ir að hægt væri að bera kennsl á þá. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert