Svör prinsins vekja furðu

Andrés Bretaprins og hertogi af Jórvík.
Andrés Bretaprins og hertogi af Jórvík. AFP

Andrés Bretaprins hef­ur verið sakaður um dómgreind­ar­leysi og skort á samúð eft­ir að viðtal við hann birt­ist bresku þjóðinni á BBC á laug­ar­dags­kvöld. Þar þver­tók hann fyr­ir að hafa átt kyn­mök við ung­lings­stúlku, sem full­yrt hef­ur að banda­ríski barn­aníðing­ur­inn Jef­frey Ep­stein hafi neytt sig til þess.

Mesta furðu vöktu þau svör prins­ins að hann hefði verið á pítsustað með dótt­ur sinni dag­inn sem at­vikið á að hafa átt sér stað, í mars árið 2001, og að hann gæti ekki svitnað – en í vitn­is­b­urði kon­unn­ar seg­ir að hann hafi verið blaut­ur af svita.

Þá sagðist hann ef til vill hafa gerst sek­ur um að vera „of heiðvirður“, og þess vegna haldið vin­skap sín­um áfram við Ep­stein þrátt fyr­ir að fallið hefði dóm­ur yfir hon­um vegna kyn­ferðisaf­brota.

Þetta er í fyrsta sinn sem prins­inn hef­ur svarað spurn­ing­um fjöl­miðla um ásak­an­ir stúlk­unn­ar, Virg­iniu Roberts, sem nú ber fjöl­skyld­u­nafnið Giuf­fre.

Giuf­fre hef­ur haldið því fram að hún hafi verið neydd til kyn­maka með prins­in­um í þrem­ur mis­mun­andi til­vik­um. Í London árið 2001 þegar hún var 17 ára, í New York og svo á einka­eyju Ep­steins í Karíbahaf­inu.

Aldrei séð neitt jafn hörmu­legt

Kon­ungs­fjöl­skyld­an virðist hafa freist­ast til að reyna að setja punkt aft­an við langa sögu þessa máls með viðtal­inu for­dæma­lausa. Þess í stað þykir Andrés hafa varpað kast­ljós­inu enn frek­ar á sjálf­an sig og voru um­fjall­an­ir breskra dag­blaða í gær afar nei­kvæðar í hans garð. Ímynd­ar­ráðgjaf­inn Mark Bor­kowski seg­ir í sam­tali við frétta­stofu AFP að viðtalið hafi verið „eins og að horfa á mann í kvik­syndi“ og að hann hafi aldrei séð neitt jafn hörmu­legt.

Und­an­farn­ar vik­ur hafa skipt­ar skoðanir verið inn­an hall­ar­veggj­anna um hvort rétt væri fyr­ir prins­inn að koma fram í sjón­varps­viðtali. Í ljós kom í gær að al­manna­tengslaráðgjafi Andrés­ar sagði af sér fyr­ir tveim­ur vik­um, eft­ir að hafa varað hann við að samþykkja viðtalið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert