Andrew prins hættir að sinna opinberum störfum

Andrew Bretaprins hefur beðið móður sína Elísabetu drottningu um að …
Andrew Bretaprins hefur beðið móður sína Elísabetu drottningu um að fá að hætta opinberum skyldustörfum um fyrirsjáanlega framtíð. AFP

Andrew Bretaprins, her­tog­inn af York, ætl­ar að draga sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um skyldu­störf­um á veg­um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar um „fyr­ir­sjá­an­lega framtíð“ vegna tengsla sinna við barn­aníðing­inn Jef­frey Ep­stein.

Í yf­ir­lýs­ingu sem prins­inn sendi frá sér síðdeg­is kem­ur fram að tengsl hans við Ep­stein hafi haft mjög trufl­andi áhrif á kon­ungs­fjöl­skyld­una, en Andrew mætti í viðtal um þau tengsl hjá BBC um helg­ina og hef­ur frammistaða hans þar sætt mik­illi gagn­rýni.

Andrew neitaði því í viðtal­inu að hafa haft kyn­mök við ung­lings­stúlku á árum áður, en kon­an hef­ur sjálf sagt að Ep­stein hafi fyr­ir­skipað henni að hafa mök við prins­inn er hún var 17 ára göm­ul. Hann sagðist raun­ar ekki muna eft­ir því að hafa nokk­urn tíma hitt kon­una, en þó er til mynd af þeim tveim­ur sam­an á heim­ili Ghislaine Maxwell, sem var vin­kona Ep­stein.

Andrew seg­ir að hann sjái eft­ir „van­hugsuðu sam­bandi“ sínu við Jef­frey Ep­stein og seg­ir að sjálfs­morð hans hafi skilið eft­ir marg­ar spurn­ing­ar, sér­stak­lega fyr­ir fórn­ar­lömb níðings­verka hans. Hann seg­ist hafa mikla samúð með öll­um sem hafi orðið fyr­ir áhrif­um af gjörðum Ep­stein.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert