Á sama tíma og Alexander Vindman undirofursti bar vitni fyrir þingnefnd birti Hvíta húsið á opinberum aðgangi embættisins færslu á Twitter þar sem dómgreind Vindman er dregin í efa. Annað vitni, Jennifer Williams, var vart komin úr vitnastúkunni þegar Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu þar sem trúverðugleiki hennar er dreginn í efa.
New York Times og fleiri fjölmiðlar fjölluðu um þetta í gærkvöldi og samkvæmt frétt NYT þykir ekki lengur tiltökumál þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sest niður og skrifar færslu eftir færslu á Twitter þar sem hann ræðst á þá sem hann telur óvini sína þá stundina. Aftur á móti vekur það athygli þegar Hvíta húsið ræðst á tvo starfsmenn embættisins á sama tíma og þeir bera vitni á Bandaríkjaþingi.
Fjölmargir þingmenn úr röðum repúblikana tóku þátt í Twitter-storminum í gærkvöldi og var Trump duglegur að endurtísta færslum þeirra. Embættismennirnir tveir; Vindman og Williams, voru sagðir marklausir svikarar og Vindman sagður innflytjandi sem hefði brugðist þjóð sinni.
I agree, but in the end we will win and save our Country from certain destruction! https://t.co/CPjdxq5hXT
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019