Lögreglan á Möltu hefur handtekið kaupsýslumann vegna morðsins á blaðakonunni Daphne Garuana Galizia árið 2017.
Yorgen Fenech, sem er maltneskur ríkisborgari, var handtekinn á snekkjunni sinni snemma í morgun. Hann ætlaði að yfirgefa Möltu degi eftir að meintum aðila að málinu var boðin sakaruppgjöf ef hann bæri kennsl á þann sem stóð á bak við morðið, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar.
A businessman set to be named in connection with the murder of Daphne Caruana Galizia was arrested this morning while sailing away from the island on board his yachthttps://t.co/9WdOEYltXq
— Juliette Garside (@JulietteGarside) November 20, 2019
Galizia, sem vann m.a. ítarlegar fréttir um spillingarmál tengd Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, var myrt með bílsprengju.
Synir Galizia kröfðust afsaknar Muscat eftir morðið. Þeir sökuðu hann um að vera umkringdan glæpamönnum og hann hefði breytt ríkinu í hálfgerða mafíueyju.