Handtekinn vegna morðsins á Galizia

Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu gegn spillingu sem haldin var …
Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu gegn spillingu sem haldin var á Möltu skömmu eftir dauða blaðakonunnar. AFP

Lögreglan á Möltu hefur handtekið kaupsýslumann vegna morðsins á blaðakonunni Daphne Garuana Galizia árið 2017.

Yorgen Fenech, sem er maltneskur ríkisborgari, var handtekinn á snekkjunni sinni snemma í morgun. Hann ætlaði að yfirgefa Möltu degi eftir að meintum aðila að málinu var boðin sakaruppgjöf ef hann bæri kennsl á þann sem stóð á bak við morðið, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar.

Galizia, sem vann m.a. ít­ar­leg­ar frétt­ir um spill­ing­ar­mál tengd­ Joseph Muscat, for­sæt­is­ráðherra Möltu, var myrt með bíl­sprengju.

Syn­ir Galizia kröfðust af­sakn­ar Muscat eft­ir morðið. Þeir sökuðu hann um að vera um­kringd­an glæpa­mönn­um og hann hefði breytt rík­inu í hálf­gerða mafíu­eyju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka