Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið ákærður fyrir mútur, fjársvik og umboðssvik. Ríkissaksóknari í Jerúsalem greindi frá þessu nú síðdegis.
Netanyahu neitar sök og segir ákæurnar „nornaveiðar“ pólitískra andstæðinga sinna.
Ráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs, Yediot Aharonot, um jákvæða umfjöllun gegn því að hann myndi hjálpa til við að hindra útgáfu keppinautardagblaðs.
Auk þess er forsætisráðherrann sakaður um að þegið gjafir sem nema rúmum 10 milljónum íslenskra króna frá Hollywood-auðjöfrinum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum.