Drottningin og Karl ákváðu að Andrés yrði að víkja

Andrés Bretaprins og Elísabet Bretadrottning.
Andrés Bretaprins og Elísabet Bretadrottning. AFP

Elísa­bet Breta­drottn­ing og Karl Bretaprins voru sam­mála um að Andrés Bretaprins yrði að segja sig frá op­in­ber­um skyldu­störf­um eft­ir viðtal hans við BBC um kynni sín af auðkýf­ingn­um og barn­aníðingn­um Jef­frey Ep­stein.

Norska rík­is­út­varpið NRK seg­ir þau hafa verið sam­mála um að þetta yrði að ger­ast til verja kon­ungs­fjöl­skyld­una.

Andrés til­kynnti á miðviku­dag að hann myndi draga sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um skyldu­störf­um á veg­um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar um „fyr­ir­sjá­an­lega framtíð“ vegna tengsla sinna við Ep­stein.

Segja bresk­ir fjöl­miðlar það hafa verið drottn­ing­una sem ræddi málið við Karl áður en til­kynn­ing­in var send út. Seg­ir Even­ing Stand­ard Karl hafa átt mik­inn þátt í ákvörðun­inni og greina aðrir bresk­ir miðlar frá mál­inu með svipuðum hætti. Er fyr­ir­sögn frétt­ar­inn­ar raun­ar sú að drottn­ing­in hafi orðið að reka Andrés til að bjarga kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Í yf­ir­lýs­ing­unni sem Andrés sendi frá sér kom fram að tengsl hans við Ep­stein hafi haft mjög trufl­andi áhrif á kon­ungs­fjöl­skyld­una.

Andrés neitaði því í viðtal­inu, sem hef­ur hlotið mikla gagn­rýni í bresk­um fjöl­miðlum, að hafa haft kyn­mök við ung­lings­stúlku á árum áður, en kon­an hef­ur sjálf sagt að Ep­stein hafi fyr­ir­skipað henni að hafa mök við prins­inn er hún var 17 ára göm­ul. Hann sagðist raun­ar ekki muna eft­ir því að hafa nokk­urn tíma hitt kon­una, en þó er til mynd af þeim tveim­ur sam­an á heim­ili Ghislaine Maxwell, sem var vin­kona Ep­stein.

Þá sagðist  Andrés sjá eft­ir „van­hugsuðu sam­bandi“ sínu við Jef­frey Ep­stein og seg­ir að sjálfs­morð hans hafi skilið eft­ir marg­ar spurn­ing­ar, sér­stak­lega fyr­ir fórn­ar­lömb níðings­verka hans. Hann seg­ist hafa mikla samúð með öll­um sem hafi orðið fyr­ir áhrif­um af gjörðum Ep­stein.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert