Fyrrverandi ráðherra í Namibíu handtekinn

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Richardo Gustavo, sem kemur fyrir í skjölum Wikileaks í tengslum við meintar mútur Samherja til ráðamanna í Namibíu, hafa verið handteknir.

Frá þessu er greint í fjölmiðlum í Namibíu.

Esau og Gustavo sögðu báðir upp störfum í kjölfar umfjöllunar Kveiks um spillingarmál tengd fiskveiðiheimildum og Samherja.

Lögreglustjórinn Sebastian Ndeitunga staðfesti handtökuna.

Samkvæmt fjölmiðlum í Namibíu leitar lögreglan þriggja annarra manna en ekki kemur fram hverjir það eru og Ndeitunga tjáir sig ekki um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert