Gögn sýna ítrekuð samskipti Pompeo og Giuliani

Rudy Giuliani, einkalögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Rudy Giuliani, einkalögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AFP

Gögn sem bandaríska utanríkisráðuneytið birti í nótt sýna ítrekuð samskipti á milli Mike Pompeo utanríkisráðherra og Rudy Giuliani, einkalögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 

American Oversight, óháð samtök sem fylgjast með starfsemi stjórnvalda, óskuðu eftir gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Að mati Austin Evers, forstjóra samtakanna, þykja samskiptin sýna bein tengsl á milli Giuliani, skrifstofu forsetans og utanríkisráðherrans í aðgerð sem snerist meðal annars um að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti.  

Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tölvupóstsamskipti þar sem fram kemur að þeir hafi talast við í síma 27. og 29. mars á þessu ári. 

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Marie Yovanovitch var lát­in víkja úr embætti sendi­herra tveim­ur mánuðum áður en Trump átti um­deilt sím­tal sitt við for­seta Úkraínu, þar sem hann hvatti til þess að Biden yrði tek­inn til rann­sókn­ar. 

Yovanovitch bar vitni fyr­ir þing­inu í síðustu viku vegna rann­sókn­ar á embætt­is­verk­um Trump. Hún sagði þing­inu að hún hefði verið fórn­ar­lamb óhróðurs­her­ferðar Giuli­ani, sem reyndi að gera hana tor­tryggi­lega á sama tíma og hann þrýsti á um að úkraínsk yf­ir­völd tækju Biden til rann­sókn­ar.

Evers telur að gögnin séu þau fyrstu af mörgum sem eiga eftir að skýra frekar störf Trump í Úkraínu, sem er miðpunktur rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. Evers er sannfærður um að gögnin styrki mál rannsóknarnefndar fulltrúardeildar þingsins enn frekar og sýni að Bandaríkjastjórn hafi ekki verið heimilt að halda þeim frá þinginu. Stjórnin hafi því gerst sek um að hindra framgang réttvísinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka