Hið minnsta tólf létust í aurskriðu

Gríðarleg úrkoma hefur haft talsverðar og mannskæðar afleiðingar víða í …
Gríðarleg úrkoma hefur haft talsverðar og mannskæðar afleiðingar víða í Austur-Afríku. AFP

Hið minnsta tólf létust í Kenýa þegar aurskriða féll og hreif með sér fjölmörg heimili. Gríðarleg rigning hefur verið á svæðinu að undanförnu. 

Aurskriðan féll í gærnótt í vestanverðu Pokot-héraði, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Naíróbí. Lík 12 einstaklinga hafa fundist og margra er saknað. Mikið slagviðri hefur gert björgunaraðilum erfitt fyrir við björgunaraðgerðir. Tveimur börnum var bjargað úr rústum heimilis síns og þau flutt á sjúkrahús. Búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka. 

Undanfarnar vikur hefur rignt gríðarlega í austanverðri Afríku. Í Sómalíu hafa tugþúsundir þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða og margar hafa látist í Suður-Súdan, Eþíópíu og Tansaníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert