Viðskiptajöfurinn og fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, Michael Bloomberg, hyggst hleypa af stokkunum 31 milljón dollara sjónvarpsauglýsingaherferð á mánudag. Miklar líkur eru á að Bloomberg bætist við í hóp frambjóðenda fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári.
Milljarðamæringurinn hefur keypt auglýsingar fyrir tæplega 4 milljarða króna, en upphæðin er sú hæsta sem forsetaframbjóðandi hefur eytt í auglýsingar í Bandaríkjunum.
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders gagnrýndi auglýsingakaup Bloomberg harðlega á Twitter-síðu sinni í gær. Sagði hann Bloomberg ekki eiga neitt erindi í forsetaframboð ef hann gæti ekki byggt upp grasrótarhreyfingu til að styðja framboðið.
Bloomberg hefur undanfarna daga og vikur gert sig líklegan til að bjóða sig fram í forkosningu demókrata. Hefur hann skráð sig opinberlega til að vera á kjörseðlinum í forkosningunum í Arkansas- og Alabamaríki, en þörf er að skrá sig fyrr í báðum ríkjum vegna forkosninganna.
I’m disgusted by the idea that Michael Bloomberg or any billionaire thinks they can circumvent the political process and spend tens of millions of dollars to buy elections.
— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 22, 2019
If you can’t build grassroots support for your candidacy, you have no business running for president. https://t.co/jyIBVXUToj