Foreldrar breska táningsins Harry Dunn, sem lést í bílslysi í lok ágúst þegar eiginkona bandarísks sendierindreka ók á hann, saka yfirvöld í Bretland og Bandaríkjunum um að koma fram við þau eins og „skít“.
Dunn lést 27. ágúst þegar mótorhjól hans skall á jepplingi í Northamptonshire, skammt frá flugstöð breska flughersins á Mið-Englandi. Konan sem varð við stýrið á jepplingnum, Anne Sacoolas, yfirgaf Bretland eftir slysið og nýtur friðhelgi sendierindreka vestanhafs.
Foreldrar Dunn skrifuðu Anne Sacoolas, bandarískum yfirvöldum og breskum yfirvöldum opið bréf þar sem þau segja meðal annars að opinberar samúðarkveðjur skipti þau engu máli.
„Þið hafið komið fram við okkur eins og við séum skítur undir skónum ykkar og við skiljum ekki af hverju,“ kemur fram í bréfinu þar sem foreldrarnir beina orðum sínum að yfirvöldum beggja vegna Atlantshafsins.
Þau hafi alla síðan tíð verið góðir og gildir samfélagsþegnar og sama hafi átt við um son þeirra.
„Anne Sacoolas hefði aldrei átt að fá að yfirgefa Bretland en þess vegna getum við ekki leitað réttar okkar,“ segir í bréfinu.
Foreldarnir beina orðum sínum síðar að Sacoolas, sem þau segjast ekki vilja neitt illt. Hún hafi hins vegar tekið líf sonar þeirra og verði að snúa aftur til Bretlands vegna þess.