Morales fær ekki friðhelgi

Jeanine Anez, forseti Bólivíu.
Jeanine Anez, forseti Bólivíu. AFP

Þingkonan Jeanine Anez, sem lýsti sig forseta Bólivíu til bráðabirgða í síðustu viku eftir að Evo Morales sagði af sér, hefur hafnað tilraunum stjórnarandstæðinga sem vilja að Morales fái friðhelgi. Forsetinn fyrrverandi var í gær sakaður um hafa hvatt til hryðjuverka.

Anez lét hafa eftir sér að starfsstjórn hennar myndi ekki ofsækja pólitíska andstæðinga sína.

Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólilvíu.
Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólilvíu. AFP

„En á sama tíma verður það að vera ljóst að allir sem hafa framið glæp af einhverju tagi fá ekki friðhelgi,“ sagði Anez.

Stuðningsmenn Morales hafa mótmælt í Bólivíu síðustu daga eftir að hann hrökklaðist frá völdum fyrr í nóvember og flúði til Mexíkó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert