Thunberg ritstýrir hjá BBC

Greta Thunberg mun hasla sér völl í útvarpi milli jóla …
Greta Thunberg mun hasla sér völl í útvarpi milli jóla og nýárs þegar hún tekur að sér þáttastjórn hjá BBC. AFP

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg verður einn af gestaritstjórum morgunútvarpsins á BBC Radio 4 milli jóla og nýárs. 

Thunberg er í hópi fimm gestaritstjóra sem munu venju samkvæmt taka yfir dagskrárgerð morgunútvarpsins yfir hátíðarnar. Ásamt Thunberg munu Turner Prize-verðlaunahafinn Grayson Perry, Brenda Marjorie Hale forseti Hæstaréttar Bretlands, ljóðskáldið George og fjölmiðlamaðurinn Charles Moore hafa umsjón með dagskrá þáttarins. 

Þátturinn er þekktur fyrir að setja tóninn í stjórnmálaumræðu dagsins í Bretlandi og ætlar Thunberg að ræða við loftslagsaðgerðasinna sem hafa verið leiðandi í baráttunni og fara yfir nýútkomnar skýrslur um suðurheimskautið og Sambíu. Þá mun hún einnig taka Mark Carney, seðlabankastjóra Englandsbanka, tali. 

Thunberg mun feta í fótspor frægðarmenna líkt og Stephen Hawking, Harry prins og Angelinu Jolie. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert