Konurnar sem aftengja jarðsprengjurnar

Fatima Amiri dreymdi um að gera héraðið sitt jarðsprengjulaust. Hún …
Fatima Amiri dreymdi um að gera héraðið sitt jarðsprengjulaust. Hún lét verkin tala og er nú hluti af sveit kvenna sem aftengir jarðsprengjur í Bamiyan-héraði í Afganistan. Skjáskot/Twitter

Jarðsprengjur liggja víða á dreif í Bamiyan-hérað í Afganistan sem var einn helsti vígvöllur í stríði Sovétmanna í Afganistan á 8. áratugnum. Nú hafa konur í héraðinu tekið sig saman og myndað fyrstu sprengjuleitarsveitina, eingöngu skipaða af konum, sem vinnur að því að gera svæðið jarðsprengjulaust.

Sprengjuleitarsveitinni var komið á fót í fyrra og veitir jarðsprengjustofnun Sameinuðu (UNMAS) sveitinni fjármagn og útbúnað. 

Fatima Amiri, ein kvennanna í aftengingarsveitinni, hefur heyrt ótal sögur um fólk sem hefur misst útlimi eða farist eftir að hafa stigið á jarðsprengju. „Ég óskaði þess að það væri til einhvers konar búnaður eða tækifæri svo hægt væri að hreinsa upp jarðsprengjurnar fyrir fullt og allt,“ segir hún í samtali við Auliya Atrafi, fréttaritara BBC

„Mamma mín var svolítið hrædd, hún telur þetta vera hættuleg starfsgrein sem getur ollið dauða. Tengdamamma mín vara sama sinnis,“ segir Fiza Rezayee, önnur liðskona sveitarinnar. 

Hættan ávallt til staðar

Jarðsprengjur eru auðfundnar á svæðinu og á fyrsta formlega starfsdegi sveitarinnar fundust jarðsprengja og klasasprengja á innan við tveimur klukkustundum. Aðeins tíu metrar voru á milli sprengjanna. 

Þrjátíu ár eru frá stríðslokum en áhrifa jarðsprengjanna gætir enn. Synir Mohammad Bakhsh fóru að safna eldivið fyrr á þessu ári en sneru aldrei til baka. Ásamt sonum hans tveimur var sonum nágranna Mohammad með í för. „Hann brenndist á höfði, höndum og fótum. Annar sonur minn missti fót og hinn hönd. Afdrif þeirra voru hrottaleg.“

39 konur skipa sveitina og klæðast þær sérstökum búnaði við …
39 konur skipa sveitina og klæðast þær sérstökum búnaði við jarðsprengjuleitina. Ljósmynd/Twitter

Hættan er ávallt til staðar. „Þetta er mjög erfitt,“ segir tveggja barna móðir sem búsett er í Bamiyan-héraði.  „Ég er sífellt með hugann við börnin og fjölskylduna á meðan ég reyni að sinna starfi mínu.“

Upphaflegt markmið sveitarinnar mun brátt nást: Að útrýma öllum gömlum jarðsprengjum í héraðinu. Staðreyndin er hins vegar sú að enn geisar stríð í Afganistan og nýjum jarðsprengjum er komið fyrir jafn óðum og því sér ekki fyrir endann á störfum aftengingarsveitarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert