Enga afsökunarbeiðni að fá frá Corbyn

Jeremy Corbyn á kosningafundi í gær. Hann liggur undir ámæli …
Jeremy Corbyn á kosningafundi í gær. Hann liggur undir ámæli fyrir að neita að biðjast afsökunar á því hvernig flokkurinn hefur meðhöndlað gyðingahatur innan eigin raða. AFP

Jeremy Cor­byn, leiðtogi breska Verka­manna­flokks­ins, neitaði ít­rekað að biðja gyðinga í Bretlandi af­sök­un­ar á því að hafa leyft gyðinga­h­atri að grass­era inn­an flokks­ins, í viðtali við BBC í gær. Gyðinga­hat­ur eða and-semít­ismi inn­an flokks­ins hef­ur verið mikið til umræðu und­an­far­in miss­eri og gagn­rýn­in stig­magnaðist fyrr í vik­unni þegar Ephraim Mirvis, æðsti rabbíni Bret­lands, sagði að gyðinga­andúð væri „nýtt eit­ur“ inn­an flokks­ins, sem hefði verið „samþykkt allt frá æðstu stöðum“.

Mirvis ritaði í grein í dag­blaðið Times á mánu­dag að Cor­byn væri af þess­um sök­um óhæf­ur til að gegna embætti for­sæt­is­ráðherra. Fyr­ir­sögn­in er: „Hvað verður um gyðing­ana í Bretlandi ef Verka­manna­flokk­ur­inn mynd­ar næstu rík­is­stjórn?“

Í sum­ar birti Panorama, frétta­skýr­ing­arþátt­ur BBC, heim­ild­ar­mynd um vanda­málið inn­an Verka­manna­flokks­ins. Þar var því lýst, af fyrr­ver­andi og nú­ver­andi flokks­mönn­um auk fyrr­ver­andi starfs­manna flokks­ins, hvernig kvart­an­ir vegna gyðinga­hat­urs inn­an flokks­starfs­ins hefðu stór­auk­ist eft­ir að Cor­byn varð formaður árið 2015 og hvernig flokk­ur­inn hefði klúðrað því að tak­ast á við vand­ann.

Ephraim Mirvis, æðsti rabbíni Bretlands, ritaði grein í dagblaðið Times …
Ephraim Mirvis, æðsti rabbíni Bret­lands, ritaði grein í dag­blaðið Times í gær sem hef­ur vakið mikið um­tal. AFP

Í viðtal­inu við BBC í gær voru Cor­byn gef­in ít­rekuð tæki­færi til þess að biðjast af­sök­un­ar á því hvernig flokk­ur­inn hefði tekið á gyðinga­andúðinni þar inn­an­húss, sem marg­ir hafa vitnað um. Cor­byn vék sér und­an því að svara beint er hann var spurður hvort hann vildi biðjast af­sök­un­ar.

„Það sem ég mun segja er þetta: Ég er staðráðinn í að gera sam­fé­lag okk­ar ör­uggt fyr­ir fólk af öll­um trú­ar­brögðum,“ sagði Cor­byn í viðtal­inu. „Ég vil ekki að neinn upp­lifi óör­yggi í okk­ar sam­fé­lagi og rík­is­stjórn [Verka­manna­flokks­ins] mun vernda öll sam­fé­lög gegn því níði sem þau verða fyr­ir,“ sagði hann einnig.

Óskað eft­ir að spurt yrði um annað á fundi í dag

Á blaðamanna­fundi Verka­manna­flokks­ins í dag, þar sem rætt var um heil­brigðis­kerfi Bret­lands, var spurn­ing­um um þetta efni hrein­lega vísað frá, eins og sjá má hér að neðan í mynd­skeiði frá Sky News. Barry Gardiner, þingmaður flokks­ins, sat fyr­ir svör­um á fund­in­um ásamt Cor­byn og bað blaðamenn um að spyrja frem­ur um mál­in sem væri verið að kynna.

Cor­byn svaraði þó spurn­ing­um blaðamanna vegna máls­ins og sagði að Verka­manna­flokk­ur­inn hefði þegar beðið þá sem hefðu orðið fyr­ir sær­ind­um vegna and-semít­isma inna flokks­ins af­sök­un­ar. Þá sagði hann að fjöldi gyðinga inn­an Verka­manna­flokks­ins væri á þeirri skoðun að hægt væri að treysta hon­um til að vernda þá og aðra minni­hluta­hópa fyr­ir hatri og níði.

Gyðinga­hat­ur sagt hafa fylgt risi Cor­byn

Í heim­ild­ar­mynd Panorama frá því í sum­ar var farið yfir það hvernig fjöldi fólks kom inn í flokks­starf Verka­manna­flokks­ins eft­ir að Cor­byn var kjör­inn formaður og að stuðnings­menn hans hefðu marg­ir hverj­ir aðra heims­sýn en þeir sem fyr­ir voru í starfi flokks­ins.

Cor­byn hef­ur alla tíð verið öt­ull talsmaður fyr­ir málstað Palestínu­manna í deilu þeirra við Ísra­els­menn og marg­ir sem flykkt­ust að flokkn­um eft­ir að Cor­byn varð formaður höfðu sterk­ar skoðanir á þeim efn­um og í garð Ísra­els­rík­is og gyðinga. Öfga­full­ar og hat­urs­full­ar skoðanir jafn­vel.

Cor­byn viður­kenndi eft­ir að heim­ild­ar­mynd­in fór í loftið í sum­ar að flokk­ur­inn hefði getað staðið sig bet­ur í að vinna gegn gyðinga­h­atri í flokks­starf­inu.

Þáttarstjórnandinn Andrew Neil gaf Corbyn færi á að biðjast afsökunar, …
Þátt­ar­stjórn­and­inn Andrew Neil gaf Cor­byn færi á að biðjast af­sök­un­ar, en Cor­byn þáði það ekki. AFP

Í ræðu sem leiðtog­inn flutti í gær, þar sem hann var að kynna stefnu­skrá flokks­ins í kynþátta- og trú­ar­mál­um, sagði hann að and-semít­ismi ætti hvergi að eiga sér stað og Verka­manna­flokk­ur­inn hefði skil­virkt kerfi til þess að tak­ast á við kvart­an­ir frá flokks­mönn­um vegna gyðinga­hat­urs. Það kerfi væri sí­fellt í end­ur­skoðun. Það er þvert á mat æðsta rabbín­ans Mirvis og margra annarra.

Níu þing­menn Verka­manna­flokks­ins sögðu sig úr flokkn­um vegna máls­ins í fe­brú­ar síðastliðnum. Einn þeirra, Ian Aust­in, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að það væri sér sárt að sjá flokk sem marg­ir hefðu gengið til liðs við til að berj­ast gegn ras­isma og fyr­ir jafn­rétti, smættaðan í þetta. „Cor­byn & co ættu að skamm­ast sín,“ sagði Aust­in.

Trú­ar­hóp­ar stíga inn á póli­tíska sviðið

Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg.
Just­in Wel­by, erki­bisk­up af Kant­ara­borg. AFP

Fleiri trú­ar­hóp­ar hafa stigið inn í póli­tíska umræðu í Bretlandi und­an­far­inn rúm­an sól­ar­hring, sem þykir heyra til nokk­urra tíðinda. Þannig sendi stjórn Múslimaráðs Bret­lands frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við að Mirvis léti í sér heyra, en sagði þó einnig að Íhalds­flokk­ur­inn hefði, á svipaðan hátt og Verka­manna­flokk­ur­inn hvað gyðinga varðar, brugðist í að taka á múslima­h­atri eða íslamó­fób­íu inn­an sinna raða. Múslimaráðið seg­ir Íhalds­flokk­inn hafa nálg­ast það vanda­mál með af­neit­un og flá­ræði.

Kristn­ir hafa líka látið í sér heyra. Just­in Wel­by, erki­bisk­up­inn af Kant­ara­borg, sagði á Twitter-síðu sinni að það að skrif Mirvis „ættu að vekja okk­ur til vit­und­ar um hið djúpa óör­yggi sem og ótta sem marg­ir bresk­ir gyðing­ar upp­lifa“.

Anil Bhanot, einn stofn­enda Hind­úaráðsins í Bretlandi, ritaði Mirvis bréf þar sem hann lýsti yfir stuðningi við inn­grip rabbín­ans í umræðuna nú skömmu fyr­ir kosn­ing­ar. Í bréf­inu sagði hann að Verka­manna­flokk­ur­inn hefði smám sam­an færst til þess að vera gegn gyðing­um og hindú­um líka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert