Tuttugu og tveir mótmælendur létu lífið og yfir 180 særðust í aðgerðum íraskra stjórnvalda gegn mótmælendum í borginni Nasiriyah í gær, samkvæmt því sem sjúkraliðar í borginni segja AFP-fréttastofunni.
Átök brutust út eftir að stjörnvöld gáfu herforingjum fyrirskipanir um að ná tökum á mótmælum í suðurhluta landsins. Þær skipanir voru gefnar út eftir að mótmælendur kveiktu í sendiskrifstofu nágrannaríkisins Írans í borginni Karbala.
AFP greinir frá því að forsætisráðherra Íraks, Adil Abdul-Mahdi, hafi þegar ávarpað þjóðina vegna þessara mannskæðu aðgerða hersins og tjáð henni að herforinginn sem bar ábyrgð á aðgerðinni hafi fengið reisupassann.